Flugmódelfélag Akureyrar - Akureyri

  • Verified
    Listing
Company name
Flugmódelfélag Akureyrar
Location
Grísará 1, 601, Akureyri, Iceland
View Map
E-mail address
Location map
Company description
Mikill flugáhugi hér í bæ leiddi fljótt til flugmódelsmíða, einfaldra fyrst,en síðan æ flóknari eftir því sem efni og tækni fleygði fram. Fyrstu flugmódelin voru einfaldar renniflugur gerðar úr balsa og pappír, sem borið var á strekkilakk, ýmist kastað til flugs eða skotið á loft með teygju. Vorið 1940 voru haldin tvö námskeið í flugmódel smíði, þar sem kennarar voru Helgi Filippusson og Ásbjörn Magnússon úr Reykjavík, haldin var sýning að námskeiðunum loknum, en hún var ekki eins fjölsótt og vonast var eftir. Einnig var stofnað flugmódelfélag Akureyrar og var fyrsti formaður þess Kristján Ríkharðsson. Svifflugfélag Akureyrar gekkst síðar fyrir námskeiðum í flugmódelsmíðum.

Síðar stóðu Góðtemplarar fyrir  
Show more námskeiðum í Varðborg, var aðal kennari og driffjöður í þessum smíðum Dúi Eðvaldsson, en Karl heitinn Magnússon kenndi undirstöðu í flugeðlisfræði. Þegar kom fram yfir 1946 var hægt að kaupa tilbúin módel, ósamsett, frá Flugmó í Reykjavík, sem þeir miklu svifflugmenn Filipussynir ráku. Það auðveldaði alla smíði og jókst nú áhugi um sinn og mörg námskeið voru haldin þar sem margt fallegt módelið var smíðað.

Þegar tækni fleygði fram og samgöngur við útlönd urðu tíðari fóru módelsmiðir að takast á hendur miklu flóknari og vandasamari verkefni. Módelin urðu stærri, með mótorum og undantekningarlítið fjarstýrð.

Á síðasta áratug síðustu aldar hefur starfað blómlegt flugmódelfélag á Akureyri. Sameiginleg aðstaða til smíða var fyrst undir stúku íþróttavallar bæjarins, en seinna í Grásteini, flugskýli Svifflugfélags Akureyrar á Akureyrarflugvelli, Íþróttahöllinni og síðast á Þórsstíg 4. Undanfarin ár hefur engin sameigilneg smíðaastaða verið fyrir hendi.

Eftir að fjarstýringar urðu nothæfar fór flug fram á Þveráreyrum, en var fljótlega upp úr 1983 fært inn á Melgerðismela. Aðstaðan þar var bætt stórkostlega þegar sérstök malbikuð módelflugbraut var lögð lögð á Melgerðismelum og eru módelsmiðir þar títt við flugæfingar. Starfar félagið nú með miklum blóma.

Reviews

0 Reviews
0.0
 
Write a Review
This company has no reviews. Be the first to share your experiences!

Questions & Answers

Have questions? Get answers from Flugmódelfélag Akureyrar or Yelu Iceland users. Visitors haven’t asked any questions yet.

Verified Business

The accuracy of the company profile for Flugmódelfélag Akureyrar is validated by the company owner, representative, or directory administrator.
Last update on
Registered with us in

Similiar Page for Your Business?
Make sure everyone can find your business online. Create your dedicated company page on Yelu Iceland - it's simply and easy!

List Your Business
BACK TO TOP